Morgunmatur í sól


Mér finnst tíminn aldrei hafa verið svona fljótur að líða, það er varla komin helgi fyrr en hún er búin og ný helgi nánast komin! Time flies when you’re having fun, það eru nú heldur betur orð að sönnu. Ég hefði aldrei þorað að óska mér þess að þetta sumar yrði svona gott, ég er búin að brjóta svo marga múra og svo mikið af hindrunum sem eru horfnar og ég í rauninni skil ekki að sumar af þeim hafi á einhverjum tíma stoppað mig. Þetta sumar er búið að vera svo gott ég er búin að eiga yndislega tíma bæði með fjölskyldu og vinum svo hafa æfingarnar gengið framar björtustu vonum. 

Í morgun klæddi ég mig í stuttbuxur og íþróttatop og borðaði þetta í sól út á palli. Örnu gríska jógúrt með kókos og vanillu, stappa banana út í hana svo hef með þessu bara það sem ég hef lyst á, yfirleitt jarðaber eða önnur ber og ef ég á einhverja girnilega ávexti þá hef ég þá með svo hef ég kókosflögur og granola. Mér finnst ég verða svo þæginlega södd inn í daginn þegar ég fæ mér þetta í morgunmat. Ég ætla að slaka á það sem eftir er dagsins og njóta góða veðursins úti á palli kannski eru þetta seinuustu sólargeislarnir sem hægt er að njóta lítið klæddur liggjandi á sólbekk. Vonandi ekki samt.

Njótið dagsins 🙂

Ein athugasemd við “Morgunmatur í sól

Leave a Reply