Það sem ég ætla að gera í september

Ég bíð þennan septembermánuð kærlega velkominn eftir dásamlegt sumar finnst mér haustið vera kærkomið, mér finnst fátt meira kósý en hlusta á riginguna lemja gluggann. Ég elska haustin, haustlitina og hvernig samfélagið allt umturnasr í skipulagi og rútínu. September er hjá mörgum byrjunin á einhverju nýju og maður finnur það á samfélaginu, andrúmsloftið breytist. Ég man fyrir akúrat ári þá varð stökk í framförum í september. Ég hélt ekki höfði í byrjun mánaðarins og líkaminn var svo kraftlaus að flytja þurfti mig í segli á milli rúmsins og í stólinn en í lok mánaðrins hafði gjörbreyting orðið þar á.


Tala meira.

Ég get alveg sagt skýrt einstaka orð en ég er bara svo feimin að ég þori svo sjaldan að láta heyrast í mér. En maður þarf að vinna fyrir árangri og ég ætla mér að endurheimta kraftinn í talfærunum svo ég geti talað aftur.
Fara í gegnum fötin mín og gera pláss fyrir ný.

Óskalistinn minn af fötum fyrir veturinn er stöðugt að lengjast en það vantar plássið.
Koma mér i fastari rútínu 

Haustinu fylgir skipulag. Seinustu vikuna er ég búin að detta úr allri rútínu mig langar að komast í nýja, manni líður svo mikið betur og allt verður léttara ef maður er í góðri rútínu.
Lesa meira

Það er fátt betra en að nýta haustkvöldin í tedrykkju og lestur á góðri bók. Það er ekkert sem toppar það  að gleyma sér í hugarheimi við lestur góðrar bókar. Mig vantar bara svo að finna einhverja góða
Teygja mig betur 

Ég hef alltaf komist í splitt og spíkat án þess að hafa nokkurn tíma æft nokkuð. En eftir meira en ár í hreyfingaleysi þá stífna ég öll upp. Í æfingunum þá teygi ég vel en þar fyrir utan þarf ég að teygja betur.
Ögra mér meira

Þetta verður í hverjum mánuði. Minn karakter er ekki þannig gerður að ég geri ekki hluti af því þeir eru erfiðir. Ég geri hluti vegna þess að þeir eru erfiðir þannig verða þeir léttari. Í september ætla ég út í göngutúr!
Í september ætla ég að leggja mikla áherslu á röddina. Ég ætla að fá mína rödd aftur ég þarf bara að finna hana, æfa blæbrigði hennar og tunguhreyfingar.

Leave a Reply