Helgargallinn 

  HAIR UP, SWEATS ON


Ég man ekki hvenær ég átti síðast svona yndislega helgi. Ég er enn að átta mig á hvað það má í rauninni lítið útaf bregða til að ég steinliggi, það er annað en áður. Ég fékk flensu um seinustu helgi, ég var viss um að ég yrði orðin góð á mánudaginn en það var ég alls ekki og ég var slöpp alla vikuna. Þegar ég fór í æfingar þá svitnaði ég mikið, fæturnir voru svo þungir og ég hafði litla sem enga matarlist, mjög pirrandi. En ég get ekki kvartað því ég hef verið mjög heppin hingað til með að sneiða hjá flensum. Núna um helgina fann ég hvernig þessi slappleiki leið úr mér, og í æfingunum í morgun fann ég að ég var sterkari en nokkru sinni!

Um helgina var svo yndislegt haustveður, ég gat varla komið mér framm úr rúminu á morgnana það var svo notalegt að liggja og hlusta á regndropana skella á þakinu. Tréin eru líka svo falleg svona snemma á haustin þegar þau eru rétt nýbyrjuð að skipta lit. Fastur liður hjá okkur mömmu á haustin er að búa til sultur og saft úr öllum berjunum sem pabbi týnir, og gerðum við þetta á þriðjudaginn. Þetta árið voru margir lítrar af jarðarberum svo við blönduðum smá aðalbláberjum við jarðarberin og úr þessu varð sú besta sulta og saft sem ég hef smakkað. Mér finnst það fylgja haustinu að að nota saft til að bragðbæta gríska jógúrt, skyr eða hreina AB jógúrt og svo set ég hana út á hafragrautinn minn á morgnanna.

Leave a Reply