Einn af þessum dögum

Peysa: Zará, buxur: Vila, hálsmen: Sign

Ég veit ekkert betra en þegar ég leggst á koddan, dauðþreytt eftir æfingar dagsins og finn hvernig það slaknar á hverjum þreyttum vöðva og slökun kemur yfir lúinn hugann. Þá held ég að það sé ekki til neinn sem gæti verið hamingjusamari og sáttari við lífið en ég er einmitt á því augnabliki. Mér finnst það vera svo dásamlega mikil forréttindi að fá að finna fyrir því að vera úrvinda, þreytt í öllum vöðvum, sveitt, mædd og rjóð í kinnnum af áreynslu. Eftir svona marga mánuði þar sem ég hafði ekki möguleika á því að líða svona þá hefur nautnin við hreyfingu og að finna hvað ég get orðið úrvinda aukist til muna. Það fer um mig sælutilfinning þegar ég finn fyrir harðsperrum, fyrir mér þýða harðsperrur árangur. Ég finn svo mikinn mun á mér þegar ég æfi svona mikið, allt verður léttara, hugur minn verður miklu frjórri og léttari. Ég vildi að allir dagar gætu verið svona. Gærdagurinn var nákvæmlega svona yndislegur, dagurinn í dag er eftir því, ég er enn úrvinda og öll í harðsperrum, en þá líður mér best. Núna er ég að reyna að njóta pásunnar sem ég fæ, lesandi á milli þess sem tölvan kallar á mig, í félagsskap mömmu minnar, hún er svo dásamleg og er einmitt núna prjónandi peysu á mig. Ég ætla að reyna að nota daginn til að hvíla mig. Njótið dagsins ♥