Day dreaming 

7
Jacket from massimo dutti, jeans: Only, Tshirt from F21, belt and bag: Guess 

Eftir svona langa sólríka daga eins og seinustu vikur eru að mestu búnar að vera þá finnst mér ég vera að gera eitthvað af mér með því að viðurkenna að nú hefur tilhlökkun mín til haustsins aukist til muna, enda eru komin fjögur ár frá því ég var heima yfir allan þennan yndislega tíma. Mér finnst miklu betra þegar æfingarnar eru reglulegar og ég fæ bara að vakna við vekjarann minn á hverjum virkum degi. Maginn minn iðar allur ég hlakka svo til komandi tíma og alls þess góða og skemmtilega sem tíminn mun hafa í för með sér. En þangað til nýt ég síðsumarsins eflaust betur en margir aðrir.

.  .   .

// I feel like I’m doing something wrong by acknowledging how excited I am for the fall while there are still long sunny days here in Iceland, although it has been four years since I’ve been home during this wonderful time. I feel much better when my exercises are regular and I wake up with my alarm clock five days a week. My stomach is buzzing I’m so excited for what is yet to come and all the good and fun time will entail. In the meantime I’ll enjoy the late summer probably more than others. 

Vestfirskt haust

Í gær var svo ótrúlega kyrrlátt, stillt og fallegt veður. Þegar við keyrðum heim af æfingu þá varð ég að eignast þessar myndir af fallega firðinum mínum. Ég er stolt af því að líkjast afa mínum að því leiti að hann gat fyllt heilu myndaalbúmin bara af fallegum landslagsmyndum og hann kenndi mér að sjá fallegu náttúruna sem er allt í kringum mann. Ég stóðst ekki litbrigði haustsins í gær, norðan megin í firðinum voru hvítir fjallatindar, lognið var svo mikið að hafið var spegilslétt, haustlitir í hlíðunum, samspil birtu og skugga var dásamlegt, fjaran og fuglarnir kórónuðu fegurðina. Mig hefði aldrei grunað að tenging mín við hafið væri svo sterk og náttúrubarnið í mér væri svo ríkt að ég varð endurnærð eftir að keyra um fjörðinn minn með allar rúður niðri svo ég fengi smá golu á mig og fengi sólina í fangið, finndi lyktina af sjónum og grasinu, á meðan ég horfði yfir sanda og hlíðar sem ég hafði áður hlaupið þá fylltist ég krafti frá fjöllunum, sjónum og náttúrunni. Ég ætla mér að eiga möguleika á því að njóta fjarðarins míns eins og áður, syngjandi og hlaupandi. 

Í dag er veðrið alveg eins og ég ætla að njóta dagsins úti með góða fólkinu mínu og njóta  fegurðarinnar á meðan ég er hér heima. Eigið indislegan dag. 🙂

Fallega haust

Ég elska allt við haustin, þykkar stórar peysur, haustlitir og laufin, treflar, te, loftið verður kaldara, dimmara og kertaljós á kvöldin. Ég er alveg komin í haustgírinn og komin með fullt af listum til að reyna að auðvelda komandi tíma. Ég hef alltaf eftir að ég fór að búa þurft að vera með gott skipulag á hlutunum vikuinnkaupum, matseðli og þrifum o.s.frv. og núna þegar ég fæ þau forréttndi að leggja krafta mína með mömmu kröftum þá trúi ég að þá gerast kraftaverk! Ég er svo spennt fyrir komandi tímum. Það er svo gaman og er mér svo mikilsvirði að fá að vera hluti af lífinu, allt seinasta árið þá lá ég bara inn á stofnun mér gat ekki verið meira sama um veðrið og breytingarnar á samfélaginu sem áttu sér stað handan gluggans á stofunni sem ég lá á. Ég hafði ekki krafta til að vera þáttakandi í lífinu. Mér leið alls ekki illa ég þurfti bara að hugsa um annað. Núna er svo margfalt skemmtilegra að fá að vera þáttakandi, ég sé fegurðina og gleðina í öllu, ég nýt þess miklu meira en áður að hlusta á regnið dynja á þakinu, kúra mig uppí sófa með tebolla eða koma út og það er heiður himinn og haustlitirnir blasa við hvert sem ég lít, lífið hefur aldrei verið jafn fallegt og það er einmitt núna. Eitt sem fylgir öllum mínum haustum er sulta og saft sem við mamma og pabbi búum til úr aðalbláberjum úr hlíðinni og jarðaberjum úr garðinum. Þá verður þetta tíður morgunmatur hjá mér, Örnu hreint jógúrt með banana niðurskornum eða stöppuðum og saft. Mér finnst líka gott að hafa með þessu kókosflögur eða granola.

Njótið dagsins ❤️