Óvænt ánægja

TAKK ALLIR, ég er svo þakklát öllum þeim sem kusu mig! Þetta kom gjörsamlega flatt upp á mig, ég bara roðnaði, hló og skildi ekkert hver væri að plata mig núna. Mér fannst þessi titill vera alltof stòr og mikill fyrir mig, núna er ég í hópi með alvöru hetjum sem hafa jafnvel bjargað mannslífi og ég er bara lítið flón frá Flateyri, mér fannst ég ekki passa í þann hóp. Af þeirri ástæðu kom þetta mér svo mikið meira á óvart og ég er svo innilega meyr og þakklát öllum þeim fjölda fólks sem finnst þessi titill sæma mér. Mér finnst ekki vera til meiri viðurkenning fyrir mig og bloggið!

ÉG VAR KOSINN VESTFIRÐINGUR ÁRSINS 2016!


Fyrir tveimur árum þá var ég nýbúin að fá litla heilablæðingu sem hafði lítil áhrif á mig ég hafði ekki tíma fyrir svona vesen, ég var að fara í próf í háskólanum. Nokkrum dögum seinna fékk ég svo blóðtappa, hann sendi mig hálfa leiðina til helvítis, hann tók frá mér hægri höndina. Í sjö mánuði var ég svo reið, ósátt og óstjórnlega kvíðin í stanslausum feluleik, ógeðslegri vanlíðan er ekki til. Eftir sjö mánuði í þessu ógeði þá gafst ég upp, ég fékk svo stóra heilablæðingu að lífi mínu var með naumindum bjargað í skurðaðgerð. Ég man þegar ég lá á gjörgæslunni og hafði ekkert getað tjáð mig eða gefið frá mér nokkurt hljóð, þá lá ég bara og hugsaði í marga daga. Ég vissi að ef ég myndi halda áfram að vera reið og ósátt þá myndi ég berja alla frá mér, deyja svo alein og óhamingjusöm. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina þá tók ég meðvitaða ákvörðun um að núna myndi ég bara sjá það fallega í öllu og ég gæti ekki breytt því sem hefði gerst, en ég gæti gert lífið mitt skemmtilegt, það sem gerist bara gerist alveg sama hvort ég kvíði því eða ekki. Í dag þá trúi ég því í einlægni að ég sé heppnasta manneskja í heimi; ég náði að halda lífi, ég á þann besta unnusta sem fyrirfinnst líka fjölskyldu og tengdafjölskyldu, ég trúi því að fyrst einhver varð að fá þessi áföll þá sé ég besti kosturinn til þess. Þegar bókstaflega allt nema hugurinn var tekið frá mér þá loksins leyfði ég mér að skrifa. Ég vil vera innblástur fyrir alla og ég vil líka vera vonin sem mig vantaði svo sárt þessa sjö mánuði sem ég lifði í því hugarhelvíti sem óstjórnlegur kvíði, reiði og ósætti við lífið búa til. Svo er ég bara ósköp venjuleg 23 ára stelpa með brennandi áhuga á tísku, bloggum, snyrti og húðvörum, næringaríkum mat, heilsu og innanhúshönnun en vegna áfallanna vill það oft gleymast, því þykir mér nauðsynlegt bara fyrir mig sjálfa að skapa mér vettvang til að leggja veikindin til hliðar þegar ég vil og leyfa áhugamálum mínum að njóta sín.

 

//A little more than two years ago I had a stroke, a rather small one. It didn’t affect me too much, I was preparing for my finals at the University and had no time for such a nuisance as being sick. Few days later I had another one, a thrombosis, complete hell that took my right hand away from me. The following seven months I was so mad at life, so incredibly unhappy, constantly anxious and always hiding. Seven months after my first stroke I had yet another one, so severe that my life was just barely saved in an emergency operation that day. I stayed in intensive care without being able to speak or make any sound at all and I just lay there thinking for days. I knew that if I would continue being this unhappy I would push everyone away and die alone and miserable. I decided to make this disgusting anxiety go away. When I woke up after my life-saving surgery I made a decision to focus on the beautiful things in life, accepting the fact that I couldn’t change the past, but I could make my life fun. What happens happens, no matter how anxious I am about it. Today I honestly believe I am the luckiest person in the world; I survived the strokes, I’ve got the most amazing fiancé there is and the best family and family-in-law, I believe that since this had to happen to anyone, I was the best option. When everything was taken away from me except my mind, I finally allowed myself to write. I want to be an inspiration for everyone and I want to be the hope I so desperately needed for those seven months I was locked in the state of fear and anxiety. And then, after all, I’m just a normal 23 year old girl with a passion for fashion, blogs, cosmetics, a healthy lifestyle and interior architecture but, because of my story, that tends to be forgotten. Therefore I think it’s important for myself to have a platform where I can put the illness aside when I want to and express my interests.

9 athugasemdir við “Óvænt ánægja

  1. Þú ert vel að þessum titli komin kæra Katrín Björk, innilegar hamingjuóskir. Ég er ein af þeim sem dáist af hugrekki og kraftinum hjá þér.
    Gangi þér vel.

  2. Innilega til hamingju með viðurkenninguna Katrín. Þú er vel af þessum titli komin með dugnaði og viljastyrk þínum. Gangi þér áfram vel elskuleg.

  3. Kæra Kartín, þú ert svo vel að þessari viðurkenningu komin. Að lesa bloggið þitt veitir bæði innblástur og hvatningu til að gera það besta úr lífinu. Það ættu allir að taka þig til fyrirmyndar og hafa jákvæðnina að leiðarljósi.

  4. Innilega til hamingju með nýjasta titilinn elsku Katrín. Ég er viss um að hann er sá fyrsti af mörgum í framtíðinni þú dugmikla stúlka. Veitir okkur hinum svo mikinn innblástur, ef þú bara vissir, takk fyrir! Hlakka til að fylgjast áfram með sigrum þínum.

  5. Elsku hjartans Katrín mín, til hamingju með þennan titil sem þú átt svo sannarlega skilið. Takk fyrir bloggið þit, hugdirfsku og kjark. Bestu kveðjur inn í daginn 🙂

  6. Elsku Katrín, til hamingju með þennan titil sem þú átt svo sannarlega skilið og mátt vera stolt af. Hvernig þú lítur á lífið eftir þessi áföll er alveg magnað og þvílíkur innblástur sem þú ert. Takk fyrir að deila með okkur hinum blogginu þínu, þú ert frábær og það er gott að sjá hvað þú hefur gott fólk með þér. Vona að þú hafir það sem allra best <3

Leave a Reply