Back to my daily routine


Þessi vika er búin að vera stórfenglega skemmtileg! Ég hef farið að sofa öll kvöld vikunnar úrvinda með harðsperrur og full vellíðunar. Það er svo yndislegt að loksins hef ég tækifæri, eftir þessar flensur sem hafa herjað á mig síðustu mánuði, núna finn ég að mér líður nákvæmlega eins og mér á að líða. Ég hef alltaf litið á harðsperrur sem verðlaunin sem ég fæ eftir góða æfingu svo ég brosi aldrei breiðar en þegar ég er með harðsperrur í hverjum vöðva, mér líður svo vel. Það gefur mér svo mikið að leggja mig alla fram í öllum æfingum sem ég fer í, það gefur mér árangur og ómælda hamingju. Ég ætla mér að auka getu mína og sem betur fer er ég svo heppin að ég fæ að gera það með toppfólki allsstaðar í kringum mig. Í enda hverrar viku geri ég mér lista yfir hvað ég vilji gera í næstu viku og skrifa hjá mér væntingar mínar og markmið fyrir komandi viku, núna er efst á þeim lista ,,gera jafn vel eða betur í öllum æfingum.”

Ég vona að þið öll eigið góða helgi 🙂

// This week has been spectacularly fun! I’ve gone to bed exhausted every day of the week with sore muscles and feeling great. It is a wonderful feeling to finally feel like myself after having the flu for the past weeks. Having soreness in every single muscle in my body is my prize after a good workout and it brings a huge smile across my face and makes me feel great. When I give it my all in my workouts it brings me immeasurable joy and the feeling of success. I intend to increase my ability and I’m so lucky to have the best people around me while I’m at it. I make a list at the end of each week where I write down my expectations and goals for the week to come. At the top of my list is “do as well or even better in every workout.”

I hope you all have a wonderful weekend 🙂 

Leave a Reply