Mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða mér föt á internetinu og einstaka sinnum leiðir það til þess að nokkur þeirra enda óvart í körfunni minni og birtast svo alveg óvart heima hjá mér. Ég reyni samt sem áður alltaf að vera skynsöm í öllum kaupum því nískupúkinn sem eltir mig út um allt passar upp á að ég eyði ekki peningum í algjöran óþarfa. Af þeirri ástæðu liggur það nú alveg ljóst fyrir að ég gat ekki látið nokkurn mann sjá mig í gömlu íþróttafötunum, eða kannski ekki alveg, ég mæti allavega sjúklega montin og ótrúlega ánægð með mig í nýju frá toppi til táar í æfingar á morgun!
. . .
//I love looking at clothes on the internet and every once in a while they accidentally end up in my cart and accidentally get delivered to my home. However, I try to be sensible about my purchases because the cheapskate that follows me every day makes sure I don’t spend money on something unnecessary. That’s why it’s absolutely clear that I can’t let anyone see me in my old sportswear, or maybe not completely, at least I’m showing up incredibly proud to my trainings tomorrow, wearing everything new from top to toe!