Viðtal við mig


Ég fékk Vikuna i dag og þar er að finna æðislegt viðtal við mig!

Ég fékk algjörlega óvænt frídag í dag, ég nýtti morguninn bara í auka æfingar svo þegar ég fór niður í hádegismat þá tók ég eftir að nýjasta Vikan hafði óvænt skilað sér heim til mín og þar er dásamlegt viðtal við mig. Fyrsta hálfa árið var ég bara að læra á sjálfa mig og sætta mig við þann sannleika að þessi blæðing var ekkert í líkingu við hina, þar sem ég endurheimti allan kraftinn á einni nóttu. Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að gefast upp, svo ég tók eitt og hálft ár í að sætta mig við sjálfa mig. Ég sé að þetta blogg er að gefa mér svo mikið og ég finn að með blogginu fæ ég gleði og ómælda hamingju. Með því að skrifa að mestu um það sem veitir mér gleði, þá finn ég svo mikla hamingju og að vinna myndir af sjálfri mér það gefur mér dálítið forskot, t.d. þá veit ég ef stend eitthvað skökk og ég get lagað það fyrir næstu myndir, þetta blogg er að gefa mér svo mikið!

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að lesa bloggið mitt ❥

.  .  .

//Today I unexpectedly got a day off from my trainings so I did exercises at home this morning. When I went downstairs for lunch I was surprised to see that I had received the newest issue of the magazine Vikan by mail, and in it is a wonderful interview with me. The first half a year after the stroke I was learning to be myself again and accept the fact that the latter stroke was way bigger than the first one where I regained my strength in one night. I have never been known to give up so I took a year and a half to accept myself and see how much this blog actually gives me, today I’ve truly realised how much joy and happiness I get from blogging. Writing about the things I enjoy brings me so much happiness and editing photos of myself really gives me a purpose I can see if I’m not standing straight and then I fix my posture before the next photos, all of this gives me so much.

Thank you all for taking time to read my blog ❥ 

Ein athugasemd við “Viðtal við mig

Leave a Reply