Birthday week 


Ég er búin að eiga æðislega daga þeir hafa liðið svo hratt og verið fullir af gleði, ég varð líka árinu eldri á dögunum svo gleðin varð enn þá innilegri. Ég er svo innilega þakklát að stóra heilablæðingin tók ekki lífið frá mér og afmælin halda áfram að koma, það er það sem er svo dásamlegt við lífið. Ég á svo mikið af yndislegu fólki sem gerði afmælisdaginn minn dásamlegan og alveg ógleymanlegan, ég er svo þakklát þeim öllum, dagurinn var yndislegur og alveg ógleymanlegur. Ég hélt upp á afmælið og mamma sá um kræsingarnar sem voru þar á boðstólnum. Meðal þess sem boðið var upp á voru þessar æðislegu möffins og ég má til með að deila með ykkur uppskriftinni því þær voru svo góðar.

.   .   .   .

//The last few days have been absolutely great, the days went by so fast and were full of joy. I also became a year older which truly brings me joy. I’m so incredibly thankful that the big stroke didn’t take life away from me, I keep having birthdays, and that’s what makes life so great. I have so many people around me that made my day absolutely wonderful and unforgettable, I’m so thankful to all of them. I celebrated the birthday and my mom made some gourmet food for our guests. Among the things we had were those delicious cupcakes that I’m gonna share with you because they were so good.
Leave a Reply