The story behind the photos 


Ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér með myndir, ég hef leikið mér við að taka myndir og svo finnst mér skemmtilegast að vinna myndirnar sjálf. Eftir stóru blæðinguna þá hafði ég ekki krafta til að gera neitt annað en að opna augun. Þegar liðnir voru sex mánuðir frá því ég fékk áfallið þá var hreyfingin í vinstri hendi orðin nægilega mikil þannig ég ég þorði að byrja að æfa mig.
.   .  .


//I’ve always loved working with photos, I really like taking them and think the most fun part is editing them. After the big stroke I didn’t have the strength to do anything but open my eyes. Six months after the brain attack I had gained enough strength in my left hand to dare to start practicing.

30. janúar 2016 lét ég fyrstu myndina af mér sjálfri inn á instagram. Ég var svo óörugg með útlit mitt, ég var svo innilega ósátt við þennan kraftlausa líkama. Ég var nýfarin að geta lyft fótunum svona en ég var á þessum tíma ekki farin að sitja og hélt höfðinu illa. Undir myndina skrifaði ég ,,Ég er að lifna við” ég hefði ekki getað orðað það betur því þetta var nákvæmlega það sem var að gerast. Á þessum tíma hafði ég ekkert setjafnvægi en mánuði seinna…
.   .   .

January 30th 2016 I posted the first photo of myself on instagram. I was so insecure about my look, so upset about my weak body. I had just become able to lift my feets like this but at that time I wasn’t able to sit and had trouble holding my head upright. Below the picture I wrote “I’m coming alive”, I could not have put it better because that’s exactly what was happening. At that time I was lacking balance to sit but one month later…

27. febrúar 2016. Ég hef aldrei nokkurntíma verið jafn montin af neinni mynd sem tekin hefur verið af mér. Þegar þessi mynd var tekin var ég ný farin að sitja. Ég hef aldrei nokkurn tíma reynt jafn mikið á mig til að ná hinni fullkomnu mynd eins og ég varð að gera til að ná þessari mynd. Mamma tók meira en hundrað myndir en á aðeins þessari sat ég með bakið alveg beint. Undir myndina skrifaði ég ,,Litlu sigrarnir” því það lýsa engin orð mér betur.


.   .   .

//February 27th 2016. I have never been as proud of any photo taken of me. When this photo was taken I had recently started to sit again. I’ve never pushed myself as hard to get the perfect picture as when this photo was taken. My mom took more than a hundred of pictures of me but this was the only one where I could sit with my back completely straight. Below the picture I wrote “The little victories” because no words describe me better.

Þessar myndir voru teknar á þrjóskunni einni saman, þær uppstilltar og á sama tíma risa stórir sigrar fyrir mig!

 
.   .   .


//Those photos were taken with pure stubbornness, they were posed but were also huge victories for me! 

2 athugasemdir við “The story behind the photos 

  1. Það er svo yndislegt að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar, natnin og eljan við hina fullkomnu mynd er ótrúleg. Ég fer oft og títt hérna inn og ylja mér við gömul blogg.

Leave a Reply